Í skóla Ráðningar í skóla borgarinnar hafa gengið betur en áður.
Í skóla Ráðningar í skóla borgarinnar hafa gengið betur en áður.
Búið er að ráða í 98% stöðugilda í grunnskólum í Reykjavík, 96% stöðugilda í leikskólum og 78% af stöðugildum á frístundaheimilum og sértækum félagsmiðstöðvum. Starfsmannaþörf hefur aukist síðan í fyrra, en þó er staðan í ráðningum betri nú en fyrir...

Búið er að ráða í 98% stöðugilda í grunnskólum í Reykjavík, 96% stöðugilda í leikskólum og 78% af stöðugildum á frístundaheimilum og sértækum félagsmiðstöðvum. Starfsmannaþörf hefur aukist síðan í fyrra, en þó er staðan í ráðningum betri nú en fyrir ári.

Þetta kemur fram á vefsíðu Reykjavíkurborgar.

Þar segir að borgin reki 63 leikskóla þar sem um 6.000 börn dvelji og þar starfi um 1.570 manns. Óráðið er í 60 stöðugildi. Grunnskólar borgarinnar, sem reknir eru af henni, eru 36 og í þeim eru 14.000 börn. Þar starfa um 1.970 manns og enn á eftir að ráða í átta stöðugildi kennara, 17 stöðugildi stuðningsfulltrúa, 14 skólaliða og eitt stöðugildi þroskaþjálfa.

Frístundaheimilin eru jafnmörg grunnskólunum, þar munu 950 manns starfa í um 440 stöðugildum og þar verða um 4.000 börn. Enn á eftir að ráða í um 100 stöðugildi.