Stefán Pálsson sagnfræðingur leiðir sögugöngu á Rauðarárholti á morgun kl. 15. Gangan hefst við safnaðarheimili Háteigskirkju. Svæðið sem gengið verður um tengist þróunarsögu Reykjavíkur á ýmsan hátt.
Stefán Pálsson sagnfræðingur leiðir sögugöngu á Rauðarárholti á morgun kl. 15. Gangan hefst við safnaðarheimili Háteigskirkju. Svæðið sem gengið verður um tengist þróunarsögu Reykjavíkur á ýmsan hátt. Stefán fræðir gesti um grjótnám, fyrsta mengunarslysið og vatnssamsærið dularfulla. Áður leikur söngvaskáldið Svavar Knútur fyrir gesti í Saltfiskmóanum, sem er norðvestur af Sjómannaskólanum. Tónleikarnir hefjast kl. 14. Aðgangur er ókeypis.