Kvensjálf Hluti verks eftir Steinunni.
Kvensjálf Hluti verks eftir Steinunni.
Steinunn Ólína Hafliðadóttir opnaði í gær sína fyrstu einkasýningu, Litríki kvensjálfsins , í Flæði á Grettisgötu 3 í Reykjavík.
Steinunn Ólína Hafliðadóttir opnaði í gær sína fyrstu einkasýningu, Litríki kvensjálfsins , í Flæði á Grettisgötu 3 í Reykjavík. „Viðfangsefni málverka Steinunnar Ólínu eru nálægt henni en útfærsla þeirra skapar þó skil á milli þeirra og raunveruleikans,“ segir á Facebook um sýninguna. Steinunn er 23 ára íslenskunemi við Háskóla Íslands og situr einnig í ritstjórn femíníska veftímaritsins Flóru og hefur á undanförnum árum beitt sér fyrir margvíslegum femínískum verkefnum á borð við herferð Stígamóta, Sjúk ást . Femínískur bakgrunnur hennar endurspeglast í málverkunum þar sem konur eru iðulega í aðalhlutverki. Verkin beita sér fyrir því að varpa fram litríkum skjáskotum af vissu kvensjálfi – þá helst til hennar eigin.