— Ljósmynd/Thinkstock.
Orðið kulnun var án efa eitt af orðunum 2019 enda glíma margir við það að vera útbrunnir. Ástæður þess að fólk fer í kulnun eru fjölmargar en algengt er að fólk geri of mikið og gætir ekki hófs.

Orðið kulnun var án efa eitt af orðunum 2019 enda glíma margir við það að vera útbrunnir. Ástæður þess að fólk fer í kulnun eru fjölmargar en algengt er að fólk geri of mikið og gætir ekki hófs. Helstu einkenni kulnunar eru kvíði, verkir, þreyta, hormónaójafnvægi, doði, minnisleysi, óeðlileg þyngdaraukning og depurð. Fólk vaknar þreytt og er alveg búið á því. Það glímir við tilfinningalega örmögnun, heilaþoku, pirring og á erfitt með að sofna.

Inni á vef Kolbrúnar Björnsdóttir grasalæknis kemur fram að fólk sem er á barmi lífsörmögnunar þurfi að passa upp á að sofa nóg, setja mörk, forgangsraða rétt, leika sér og gæta þess vel að dagleg rútína sé í jafnvægi. Hún hvetur fólk til að breyta litlu hlutunum og sýna samkennd. Hægt er að lesa meira um jurtir sem geta hjálpað fólki í þessu ástandi inni á www.jurtaapotek.is