Hagnaður Miklar sveiflur eru á vátryggingarekstri Sjóvár á milli ára.
Hagnaður Miklar sveiflur eru á vátryggingarekstri Sjóvár á milli ára.
Heildarhagnaður tryggingafélagsins Sjóvár nam 1.548 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi í samanburði við 630 milljóna króna tap á sama tímabili í fyrra sem rekja má til nokkurra stórra tjóna að sögn Hermanns Björnssonar, forstjóra Sjóvár, í...

Heildarhagnaður tryggingafélagsins Sjóvár nam 1.548 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi í samanburði við 630 milljóna króna tap á sama tímabili í fyrra sem rekja má til nokkurra stórra tjóna að sögn Hermanns Björnssonar, forstjóra Sjóvár, í tilkynningu.

Hagnaður af vátryggingastarfsemi fyrir skatta nam 578 milljónum króna en 47 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi í fyrra. Hagnaður af fjárfestingarstarfsemi fyrir skatta nam 1.184 milljónum króna miðað við 680 milljóna króna tap á sama tímabili í fyrra. Samsett hlutfall nam 94,5% miðað við 105,2% fyrir annan ársfjórðung í fyrra. Sé litið til afkomu síðustu sex mánaða nemur heildarhagnaður tímabilsins 2.601 milljón króna í samanburði við 119 milljónir króna í fyrra. Samsett hlutfall nemur 96,2% en nam 101,3% í hálfsársuppgjöri Sjóvár í fyrra. Eignir Sjóvár námu 51,8 milljörðum króna 30. júní sl., eigið fé 15,7 milljörðum króna og skuldir 36,2.