Slysið varð í nágrenni við Inca.
Slysið varð í nágrenni við Inca.
Minnst sjö létust á Mallorca, þegar tveggja sæta einkaflugvél og þyrla rákust saman á flugi í gær. Sagt er frá þessu á fréttavef breska ríkisútvarpsins (BBC). Slysið varð í nágrenni við Inca, vinsælan ferðamannastað á norðurhluta eynnar.

Minnst sjö létust á Mallorca, þegar tveggja sæta einkaflugvél og þyrla rákust saman á flugi í gær. Sagt er frá þessu á fréttavef breska ríkisútvarpsins (BBC).

Slysið varð í nágrenni við Inca, vinsælan ferðamannastað á norðurhluta eynnar. Fimm hinna látnu voru í þyrlunni en tveir voru um borð í flugvélinni. Mikil mildi þykir að enginn hafi látist á jörðu niðri því erlendir fréttamiðlar greina frá því að brak úr vélunum hafi fallið nærri mannvirkjum og umferðargötum. Forseti Mallorca, Francina Armengol, lýsti því yfir að björgunaraðgerðir stæðu yfir á svæðinu en í gær var litlar upplýsingar að fá um hina látnu.