Meiðsli Jóhann Berg Guðmundsson þurfti að fara meiddur af velli.
Meiðsli Jóhann Berg Guðmundsson þurfti að fara meiddur af velli. — AFP
Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Burnley í ensku úrvalsdeildinni, neyddist til þess að fara af velli vegna meiðsla í gær þegar liðið gerði dramatískt jafntefli við Wolves, 1:1.

Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Burnley í ensku úrvalsdeildinni, neyddist til þess að fara af velli vegna meiðsla í gær þegar liðið gerði dramatískt jafntefli við Wolves, 1:1.

Um miðjan síðari hálfleik settist Jóhann Berg niður fjarri þar sem boltinn var í leik, hélt um vinstri fótinn og hristi hausinn. Sem betur fer gat hann þó gengið óstuddur af velli og virtist ekki stinga við.

Engar fréttir höfðu borist í gærkvöld af því hvers eðlis meiðslin eru, en Ísland á tvo leiki í undankeppni Evrópumótsins 7. og 10. september.

Án Jóhanns fékk Burnley svo á sig jöfnunarmark úr vítaspyrnu á fimmtu mínútu uppbótartíma, en liðið er með fjögur stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar í úrvalsdeildinni.

Liverpool eitt á toppnum

Það er hins vegar Liverpool sem á sviðið það sem af er leiktíðinni og er eina liðið með fullt hús stiga eftir uppgjör við Arsenal á laugardag. Liverpool hrósaði þá 3:1-sigri þar sem Joel Matip kom liðinu á bragðið áður en Mohamed Salah skoraði tvívegis.

Englandsmeistarar Manchester City eru hins vegar búnir að skora flest mörk það sem af er eftir 3:1-sigur á Bournemouth. Sergio Agüero skoraði tvö mörk og Raheem Sterling eitt, en hann hefur nú skorað fimm mörk í fyrstu þremur leikjunum eða helming allra marka City.

Á meðan gengur minna hjá grannliðinu Man. United, sem klúðraði vítaspyrnu annan leikinn í röð í 2:1-tapi fyrir Crystal Palace.