Í London Daníel Ágúst ásamt Lilju Constance og Önnu Kolfinnu.
Í London Daníel Ágúst ásamt Lilju Constance og Önnu Kolfinnu.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Daníel Ágúst Haraldsson er fæddur 26. ágúst 1969 í Stokkhólmi. „Mamma var í læknanámi þar en svo bjuggum í Danmörku í nokkur ár þar sem mamma var að vinna og síðan í Mosfellssveit eins og bærinn hét þá þegar ég var fimm ára. Sjö ára flutti ég á Háaleitisbraut 30 og bjó þar fram yfir þrítugt.“ Daníel Ágúst gekk í Ísaksskóla og fór í níu ára bekk í Álftamýrarskóla og varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1989.

Daníel Ágúst Haraldsson er fæddur 26. ágúst 1969 í Stokkhólmi. „Mamma var í læknanámi þar en svo bjuggum í Danmörku í nokkur ár þar sem mamma var að vinna og síðan í Mosfellssveit eins og bærinn hét þá þegar ég var fimm ára. Sjö ára flutti ég á Háaleitisbraut 30 og bjó þar fram yfir þrítugt.“ Daníel Ágúst gekk í Ísaksskóla og fór í níu ára bekk í Álftamýrarskóla og varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1989.

Daníel Ágúst var smali og fjósadrengur á Syðra-Holti í Svarfaðardal sumrin 1979, 1980 og 1981, sendill og búðardrengur í Reiðhjólaversluninni Erninum sumrin 1982-1986 og leikskólastarfsmaður á Vesturborg sumarið 1987. Hann hefur verið tónlistarmaður frá 1987 en þá var hljómsveitin Nýdönsk stofnuð.

„Ég söng fyrst opinberlega með hljómsveitinni Kórus úr Álftamýrarskóla á unglingaskemmtun í Laugardalshöll þrettán ára. Fyrir það hafði ég verið að draga fram teppabankarann úr kústaskápnum, spila á hann eins og gítar og syngja fyrir mannskapinn í stofunni heima.“

Nýdönsk vakti strax athygli með sínu fyrsta lagi, Hólmfríður Júlíusdóttir, og varð fljótlega ein vinsælasta hljómsveit landsins, bæði meðal almennings og tónlistargagnrýnenda. Hljómsveitin hefur síðan átt farsælar endurkomur gegnum tíðina, síðast árið 2017 með plötunni Á plánetunni Jörð, sem var valin plata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Lag ársins, Stundum, er af henni og er eftir Daníel Ágúst og Jón Ólafsson og Daníel Ágúst var valinn textahöfundur ársins ásamt Birni Jörundi Friðbjörnssyni fyrir textana á plötunni. „Sú plata fór vel í mannskapinn og áttum við nokkur vinsæl lög á vinsældalistum af þeirri plötu.“

Daníel Ágúst var einn af stofnmeðlimum hljómsveitarinnar Gus Gus, sem kom fram á sjónarsviðið árið 1995 og sló í gegn á alþjóðavettvangi með sinni fyrstu plötu en hún bar nafn hljómsveitarinnar. Sú plata var síðan gefin út af breska útgáfufyrirtækinu 4ad og Warner Brothers í Ameríku undir heitinu Polydistortion og hefur selst í meira en 300.000 eintökum. Síðan þá hefur Gus Gus spilað víða um heim og gefið út fjölda hljómplatna.

Í dag er hljómsveitin Gus Gus orðin dúett, en með Daníel Ágústi er annar stofnmeðlimur, Birgir Þórarinsson, og gaf Gus Gus í fyrra út plötuna Lies Are more Flexible. „Við vorum að koma úr tónleikaferð um Balkanskagann og Tyrkland og Úkraínu fyrir tveimur mánuðum. Mér sýnist að við séum vinsælastir í Þýskalandi, Póllandi og einnig Mexíkó, en skýringin á því er líklega að árið 2013 gáfum við út plötuna Mexico auk þess sem við erum með mexíkóskan umboðsmann.“

Frá 2000 til 2007 dró Daníel Ágúst sig í hlé frá bæði Gus Gus og Nýdönsk. „Þá fluttum við Gabríela Friðriksdóttir, fyrrverandi konan mín, til Belgíu og sá ég um kvikmyndaklippingu, tónsmíðar, aðstoðarleikstjórn og tónlistarstjórn fyrir hana.“ Stærsta verkefni þeirra var framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 2005. Á þessu tímabili gaf Daníel Ágúst líka út sólóplötuna sína A Swallowed Star en einnig gaf hann út A Drift sem kom út 2011.

Daníel Ágúst hefur fjórum sinnum verið valinn söngvari ársins, 1993, 1997, 2011 og 2018. Hann hefur sinnt upptökustjórn fyrir ýmis tónlistarverkefni, samið tónlist fyrir Íslenska dansflokkinn og sjónvarpskvikmyndir og heimildarmyndir. Hann lék Pontíus Pílatus í Jesus Christ Superstar í Borgarleikhúsinu 1995. „Faðir minn, Harald G. Haralds, lék Heródes í sama söngleik meira en 20 árum áður.“ Daníel Ágúst hefur einnig leikið í Þjóðleikhúsinu í West Side Story og Gauragangi en í þeirri sýningu sá Nýdönsk um tónlistarflutninginn.

„Helsta áhugamálið mitt er hamingjan,“ segir Daníel Ágúst aðspurður. „Ég geri mér far um að reyna að sinna henni bæði líkamlega og andlega, ég er til dæmis skíðamaður og syndi á hverjum degi.“

Fjölskylda

Kærasta Daníels Ágústs er Anna Kolfinna Kuran, f. 5.12. 1989, danshöfundur. Foreldrar hennar: Szymon Kuran fiðluleikari og Guðrún Theodóra Sigurðardóttir sellóleikari.

Dætur Daníels Ágústs eru: 1) Daníela Daníelsdóttir, f. 2.12. 1989, húðflúrari, búsett í Reykjavík, en móðir hennar er Gabríela Friðriksdóttir myndlistarmaður. Dóttir Daníelu er Una Guðný, f. 13.7. 2007; 2) Lilja Constance Daníelsdóttir, f. 11.9. 2009, en móðir hennar er Cathy Louise Lapka sem gengur undir listamannsnafninu Kitty von Sometime og er kvikmyndagerðarkona og sjónlistakona.

Alsystir Daníels er Sara Haraldsdóttir, f. 17.4. 1971, leikskólakennari í Reykjavík. Hálfsystkini samfeðra eru Helga Kristín Haraldsdóttir, f. 24.3. 1968, verkefnastjóri hjá Jónsson og Le'Macks, búsett í Hafnarfirði, og Georg Haraldsson, f. 8.12. 1976, forstöðumaður viðskiptastýringar hjá Iceland Travel, búsettur í Reykjavík. Hálfsystkini sammæðra eru Dýrleif Björk Pálsdóttir, f. 30.3. 1979, landslagsarkitekt, búsett í Reykjavík, og Kristján Páll Pálsson, f. 9.3. 1982, vinnur við umönnun aldraðra á næturvöktum, búsettur í Reykjavík.

Foreldrar Daníels Ágústs eru Harald G. Haralds, f. 1.9. 1943, leikari, söngvari og þýðandi, búsettur í Reykjavík, og Guðný Daníelsdóttir, f. 9.3. 1939, endurhæfingarlæknir, búsett í Reykjavík.