Vigdís Hauksdóttir
Vigdís Hauksdóttir
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Meirihlutinn í Reykjavík hafði uppi stóryrði í bókunum í borgarráði fyrir helgi þar sem fjallað var um niðurstöðu í kæru Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, vegna sveitarstjórnarkosninganna í fyrra. Meirihlutinn sagði Vigdísi hafa „enn á ný magalent út í skurði“ og að kærur hennar hefðu kostað borgina tvær milljónir króna.

Meirihlutinn í Reykjavík hafði uppi stóryrði í bókunum í borgarráði fyrir helgi þar sem fjallað var um niðurstöðu í kæru Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, vegna sveitarstjórnarkosninganna í fyrra. Meirihlutinn sagði Vigdísi hafa „enn á ný magalent út í skurði“ og að kærur hennar hefðu kostað borgina tvær milljónir króna.

Mikið vantar upp á að meirihluti borgarstjórnar taki á þessu máli með eðlilegum hætti og vekur það spurningar hvort honum verði treystandi til að misnota ekki fé og völd fyrir næstu kosningar eins og þær síðustu.

Staðreyndin er að Persónuvernd taldi ekki farið að lögum í tengslum við kosningarnar, þar sem meirihlutinn misnotaði aðstöðu sína með því að reyna að hafa áhrif á hverjir mættu á kjörstað.

Staðreynd er líka að ástæða þess að kæru Vigdísar var vísað frá er að hún var lögð fram eftir að vikulangur kærufrestur var liðinn og eins og Vigdís bendir á er það ástæða þess að ekki er hægt að taka kosningasvindlið fyrir.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins bókuðu einnig að óheppilegt væri hversu stuttur kærufresturinn væri og tóku undir að fyrir lægi að borgin hefði brotið lög í aðdraganda kosninganna.

Nær væri að meirihlutinn skammaðist sín en að hann væri að skammast út í aðra.