Nagli Veiga Grétarsdóttir hefur nú farið hringinn.
Nagli Veiga Grétarsdóttir hefur nú farið hringinn.
Veiga Grétarsdóttir kajakræðari lauk í gær hringferð sinni um landið. Segir hún fallegt land og vinskap á leiðinni standa einna mest upp úr, en hún reri inn Skutulsfjörð með hópi kajakræðara og lauk þannig ferð sinni. Veiga ræddi við mbl.is um ferðina.

Veiga Grétarsdóttir kajakræðari lauk í gær hringferð sinni um landið. Segir hún fallegt land og vinskap á leiðinni standa einna mest upp úr, en hún reri inn Skutulsfjörð með hópi kajakræðara og lauk þannig ferð sinni. Veiga ræddi við mbl.is um ferðina.

„Þegar ég reri inn Skutulsfjörðinn tók ég mig út úr hópnum því ég þurfti að vera ein í smá stund. Ég horfði til baka og það kom söknuður. Mig langaði að halda áfram. Þetta er svo einfalt líf: róa, tjalda, borða og sofa,“ segir hún. Til samanburðar bendir hún á að þeir sem hafa klifið fjallið Everest tali um tómleikatilfinninguna sem hellist yfir fólk að því loknu og kallast „Everest-þynnkan“. Hún tengir vel við þá upplifun núna.

Þá segist hún á ferð sinni hafa hitt mann frá Belgíu, þann sem leitað hefur verið að í Þingvallavatni sl. vikur. Hann var vanur að róa á heitum vötnum og í veðurblíðu. Hér er allt annað lögmál í gangi,“ segir hún. Maðurinn var í göngufötum, ekki í björgunarvesti, ekki með þurrgalla eða fatnað til að stunda sjósport. „Mér leist ekkert á þetta,“ segir hún. thorunn@mbl.is