Benjamin Netanyahu
Benjamin Netanyahu
Ísraelski herinn gerði loftárásir á nokkrar bækistöðvar íranska hersins í Sýrlandi í gær. Ísraelsk yfirvöld hafa lýst því yfir að aðförin hafi verið til þess að sporna við væntanlegri drónaárás Írana.

Ísraelski herinn gerði loftárásir á nokkrar bækistöðvar íranska hersins í Sýrlandi í gær. Ísraelsk yfirvöld hafa lýst því yfir að aðförin hafi verið til þess að sporna við væntanlegri drónaárás Írana. Fréttavefur breska ríkisútvarpsins (BBC) greindi frá þessu.

Í kjölfar árásanna sagði forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, herinn ávallt bregðast við árásartilburðum Írana.

Ísraelski herinn lætur vanalega lítið bera á aðgerðum hersins í Sýrlandi en ísraelsk stjórnvöld vöktu athygli á aðgerðunum á laugardag og lýstu því yfir að brugðist hefði verið skjótt við.