Bresku hljómsveitirnar Blur og Oasis nutu hvað mestra vinsælda í Bretlandi fyrir 24 árum.
Bresku hljómsveitirnar Blur og Oasis nutu hvað mestra vinsælda í Bretlandi fyrir 24 árum. Mjög mikil samkeppni ríkti á milli sveitanna og ákváðu meðlimir Oasis að gefa út smáskífu með laginu „Roll with It“ sama dag og Blur gaf út lagið „Country House“. Svo fór að Blur hafði betur í baráttunni um toppsæti breska listans en þeirra lag fór beint í fyrsta sætið og Oasis-slagarinn í annað. „Country House“ var jafnframt fyrsta lag Damons Albarns og félaga til að komast á toppinn í Bretlandi.