Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gærkvöldi að hann hygðist ekki óska eftir því að útgöngu landsins yrði frestað þrátt fyrir ný lög sem kveða á um að hann geri það ef ekki næst nýtt brexit-samkomulag við leiðtoga ESB-ríkja fyrir 19. október. Johnson sagði þetta á þinginu áður en það var sent heim í fimm vikur. Þingið verður sett 14. október og Bretadrottning flytur þá stefnuræðu stjórnar Johnsons. The Telegraph segir að forystumenn Verkamannaflokksins ætli að leggja fram vantrauststillögu á hendur stjórninni 22. október, eftir að atkvæði verða greidd um stefnu stjórnarinnar. 13