Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir að hafa látið farast fyrir að koma konu undir læknishendur þegar hún veiktist lífshættulega og lést úr bilun á miðtaugakerfi vegna alvarlegrar kókaíneitrunar.

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir að hafa látið farast fyrir að koma konu undir læknishendur þegar hún veiktist lífshættulega og lést úr bilun á miðtaugakerfi vegna alvarlegrar kókaíneitrunar. Konan var barnsmóðir mannsins, en hann á langan brotaferil að baki.

Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudaginn. Samkvæmt íslenskum lögum varðar það fangelsi allt að tveimur árum eða sektum að koma ekki öðrum til hjálpar sem er staddur í lífsháska, að því gefnu að viðkomandi þurfi ekki að stofna eigin lífi eða annarra í háska.

Maðurinn var á vettvangi þegar konan missti meðvitund, en fór af staðnum síðar. Fann lögregla manninn daginn eftir.