Teitur Magnússon
Teitur Magnússon
Tónlistarborgin Reykjavík er nýjasti meðlimur í alþjóðlegu tengslaneti tónlistarborga, Music Cities Network (MCN), ásamt Bergen og Manchester, að því er fram kemur í tilkynningu.

Tónlistarborgin Reykjavík er nýjasti meðlimur í alþjóðlegu tengslaneti tónlistarborga, Music Cities Network (MCN), ásamt Bergen og Manchester, að því er fram kemur í tilkynningu. Í MCN eru níu borgir: Berlín, Hamborg, Sydney, Manchester, Groningen, Nantes, Árósar, Bergen og Reykjavík. Markmið netsins er að stuðla að samtali og samstarfi tónlistarfólks, fagaðila og menningar- og menntastofnana þvert á tónlistarborgir, vinna að rannsóknum og miðla þekkingu og reynslu, auk þess að rýna í og miðla hugmyndum er varða tónlistarstefnu borga svo þátttökuborgirnar geti lært af fyrirmyndum og þannig orðið enn betri tónlistarborgir. „Þátttaka Reykjavíkur í Music Cities Network mun án efa styrkja Reykjavík sem tónlistarborg auk þess sem tónlistarfólk, fagfólk í tónlist og mennta- og menningarstofnanir í tónlist munu njóta góðs af,“ segir í tilkynningu.

Þann 19. september nk. mun Teitur Magnússon leika á Reeperbahn-hátíðinni á sérstöku MCN-kvöldi.