Kristján Örn Kristjánsson
Kristján Örn Kristjánsson
Kristján Örn Kristjánsson, örvhenta skyttan öfluga hjá ÍBV, mun spreyta sig í atvinnumennsku tímabilið 2020-2021. Hann hefur samið við franska félagið Pauc og gengur til liðs við það næsta vetur. Eyjafréttir greindu frá þessu í gær.

Kristján Örn Kristjánsson, örvhenta skyttan öfluga hjá ÍBV, mun spreyta sig í atvinnumennsku tímabilið 2020-2021. Hann hefur samið við franska félagið Pauc og gengur til liðs við það næsta vetur. Eyjafréttir greindu frá þessu í gær. Kristján mun því leika með ÍBV út þetta keppnistímabil, en hann er á öðru ári hjá félaginu. Kristján er uppalinn Fjölnismaður og hefur leikið með yngri landsliðum Íslands. Hann var til að mynda í U19 landsliðinu sem náði 3. sæti á HM í Rússlandi árið 2015.

„Þetta er bolti sem fór af stað þegar við mættum þeim í Evrópukeppninni í október í fyrra. Þeir hafa verið að fylgjast með honum og buðu honum út í janúar til að skoða aðstæður. Fljótlega í kjölfarið fóru af stað samningaviðræður,“ sagði Davíð Þór Óskarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV, meðal annars við Eyjafréttir. sport@mbl.is