Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum í gær að skipulag við jarðirnar Leyni 2 og 3 yrði auglýst að nýju og kynningarferli hæfist á ný.

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum í gær að skipulag við jarðirnar Leyni 2 og 3 yrði auglýst að nýju og kynningarferli hæfist á ný.

Nokkur umræða hefur verið að undanförnu vegna fyrirhugaðra framkvæmda á jörðunum, en nokkrir íbúar og sumarhúsaeigendur í nágrenninu hafa haft áhyggjur af umfangi fyrirhugaðs ferðamannaþorps sem eigandi jarðarinnar, Loo Eng Wah, hefur áformað að reisa þar.

Segja fréttir ónákvæmar

Haraldur Eiríksson, formaður skipulags- og umferðarnefndar, segir að um fimm athugasemdir hafi borist vegna skipulagsins á Leyni 2 og 3, sem sé svipað og gengur og gerist í þessum málum. Hann segir að áform landeiganda þar hafi breyst. „Það hefur eitthvað dottið út og því er ástæða til að kynna þetta bara allt að nýju,“ segir Haraldur. Hann bætir við að sveitarstjórnin íhugi að álykta um þann fréttaflutning sem verið hefur af málinu síðustu daga.

„Okkur hefur þótt bera á ónákvæmni í umfjöllun fjölmiðla af málinu, án þess þó að við viljum ásaka einn né neinn,“ segir Haraldur, en búast má við ályktun sveitarfélagsins á fimmtudaginn.