Þingvallavatn Björgunarmenn leita.
Þingvallavatn Björgunarmenn leita. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Lögreglan á Suðurlandi áformar í samvinnu við björgunarsveitir á Suðurlandi að gera eftir tvær til þrjár vikur aðra tilraun í leit að belgíska ferðamanninum Björn Debecker, sem hefur verið saknað frá 10. ágúst síðastliðnum.

Lögreglan á Suðurlandi áformar í samvinnu við björgunarsveitir á Suðurlandi að gera eftir tvær til þrjár vikur aðra tilraun í leit að belgíska ferðamanninum Björn Debecker, sem hefur verið saknað frá 10. ágúst síðastliðnum. Talið er að Debecker hafi farist þegar hann reri á litlum plastbáti út á vatnið.

Fylgst hefur verið með vatninu að undanförnu, en hlé var gert á leitinni 22. ágúst síðastliðinn. Þá hafði vatnið verið kembt, meðal annars með kafbát í eigu Teledyne Gavia sem skannaði botn Þingvallavatns og tók um 50 þúsund ljósmyndir af dýpstu hlutum þess. Yfirferð á myndunum hefur enn ekki leitt nýtt í ljós, segir Oddur Árnason yfirlögregluþjónn.

Lögregla hefur verið í góðu sambandi við fjölskyldu og aðstandendur Björns Debeckers og þau verið upplýst um leitina og stöðu málsins almennt.