Gengi Icelandair hækkaði um 2%.
Gengi Icelandair hækkaði um 2%.
Flugfélagið Icelandair hækkaði mest allra félaga í Kauphöll Íslands í gærdag. Hækkaði félagið um 1,9% í 115 milljóna króna viðskiptum og nemur verð á hverju hlutabréfi félagsins 6,98 krónum.

Flugfélagið Icelandair hækkaði mest allra félaga í Kauphöll Íslands í gærdag. Hækkaði félagið um 1,9% í 115 milljóna króna viðskiptum og nemur verð á hverju hlutabréfi félagsins 6,98 krónum. Bréf félagsins lækkuðu um 4,6% á föstudag í kjölfar blaðamannafundar Michelle Roosevelt Edwards, einnig þekktrar sem Michelle Ballarin, um áform þess efnis að WOW air muni fljúga að nýju í október. Á þriggja mánaða tímabili hefur gengi Icelandair farið úr 11 kr. og lægst niður í 6,85 kr. á föstudaginn.

Nokkuð grænt var um að litast í Kauphöll Íslands í gær. Fasteignafélögin Eik og Reitir hækkuðu um 1,25% og 1,31%, í þessari röð, og hlutabréf Regins um 0,24%. Arion banki hækkaði um 0,25%, Brim um 0,39%, Sjóvá um 0,6%, Festi um 0,8%, VÍS um 0,43% og Hagar um 1%. Mest lækkaði gengi Símans, eða um 0,64% í 358 milljóna króna viðskiptum, á meðan Eimskip lækkaði um 0,56% og Skeljungur um 0,51%. Þá lækkaði Kvika um 0,14%.