Undanfarna tólf mánuði hafa Íslendingar tapað háum fjárhæðum í netsvikamálum. Mörg aðskilin mál eru að baki þessum brotum og í einstaka málum er um afar háar fjárhæðir að ræða. Þetta er mat G. Jökuls Gíslasonar, rannsóknarlögreglumanns hjá LRH.

Undanfarna tólf mánuði hafa Íslendingar tapað háum fjárhæðum í netsvikamálum. Mörg aðskilin mál eru að baki þessum brotum og í einstaka málum er um afar háar fjárhæðir að ræða.

Þetta er mat G. Jökuls Gíslasonar, rannsóknarlögreglumanns hjá LRH. Algeng svindlleið er að senda tölvupósta með fjárkröfum. Slíkir póstar eru flokkaðir í lágstig og hástig. Á lágstigi berst einföld beiðni um greiðslu en á hástigi hafa svikahrapparnir komist inn í tölvukerfi fyrirtækja eða stofnana og búið til reikninga og færslur á bak við þá sem virðast trúverðug.

Þá er fyrirmælasvindl einn algengasti flokkurinn, en þar er sendur falsaður tölvupóstur með fyrirmælum til gjaldkera um að borga og látið líta út fyrir að tölvupósturinn komi frá forstjóra eða stjórnarformanni fyrirtækis.

Greint var frá því í Fréttablaðinu í gær að erlendum tölvuþrjótum hefði tekist að brjótast inn í tölvukerfi HS Orku og svíkja þaðan út á fjórða hundrað milljóna króna. Jökull sagðist ekki vilja svara til um hvort það væri stærsta málið sinnar tegundar hér á landi, en sagðist vita um annað netsvikamál gagnvart íslenskum aðila af sömu stærðargráðu. 4