Jóhannes Nordal telur, að Ólafur Thors hafi haft áhyggjur af því, þegar hann þurfti að láta sverfa til stáls gegn öðru fólki í stjórnmálum. Þá hafi hann „farið með áhyggjurnar heim“. Viðbrögð hans hafi ekki alltaf blasað við á yfirborðinu.

Jóhannes Nordal telur, að Ólafur Thors hafi haft áhyggjur af því, þegar hann þurfti að láta sverfa til stáls gegn öðru fólki í stjórnmálum. Þá hafi hann „farið með áhyggjurnar heim“. Viðbrögð hans hafi ekki alltaf blasað við á yfirborðinu. „Hann tók allt, sem hann fjallaði um, föstum tökum. Ég tel hann mesta stjórnmálamann sem ég hef átt samstarf við,“ segir dr. Jóhannes, „og þann stjórnmálamanninn, sem mér þótti vænst um sem manneskju.“

(Sjá Matthías Johannessen: Ólafur Thors 1. og 2.)

Auðun vestfirski