Tíundi hver Íslendingur telur að þjóðin standi sig vel í að hlúa að ungmennum sem hafa orðið háð vímuefnum. Þar af telja 1,5% að við stöndum okkur mjög vel. Ríflega helmingur telur okkur standa okkur illa.

Tíundi hver Íslendingur telur að þjóðin standi sig vel í að hlúa að ungmennum sem hafa orðið háð vímuefnum. Þar af telja 1,5% að við stöndum okkur mjög vel. Ríflega helmingur telur okkur standa okkur illa. Þetta eru niðurstöður könnunar um þekkingu og viðhorf almennings til vímuefnaneyslu ungmenna sem Maskína framkvæmdi fyrir Foreldrahús.

70% svarenda segjast hafa miklar áhyggjur af vímuefnaneyslu ungs fólks, en 7% hafa litlar áhyggjur. Þá telur svipað hlutfall, 7 til 8%, að vímuefnaneysla ungmenna hafi ekki aukist, en næstum 72% telja svo vera.