[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
*Ólympíufarinn Irina Sazonova er mætt aftur til keppni eftir barnsburð, en hún eignaðist frumburð sinn fyrir rúmum sjö mánuðum. Hún verður með á N-Evrópumótinu í áhaldafimleikum í Kópavoginum um helgina.

*Ólympíufarinn Irina Sazonova er mætt aftur til keppni eftir barnsburð, en hún eignaðist frumburð sinn fyrir rúmum sjö mánuðum. Hún verður með á N-Evrópumótinu í áhaldafimleikum í Kópavoginum um helgina. Er þetta hennar fyrsta mót eftir barneignarfríið og freistar hún þess að vinna sér inn keppnisrétt á HM í Stuttgart.

* Körfuboltakonan Sigrún Sjöfn Ámundadóttir verður áfram í röðum Skallagríms. Sigrún er þrítug og uppalin í Borgarnesi. Hún er fyrirliði liðsins og lykilmaður þess síðustu ár.

* Alfreð Elías Jóhannsson , þjálfari kvennaliðs Selfoss í knattspyrnu, skrifaði í vikunni undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss en félagið greindi frá þessu í gær.

* Í blaðinu í gær var sagt frá afreki Hermanns Gunnarssonar þegar hann skoraði þrennur í tveimur leikjum í röð á Íslandsmótinu árið 1973. Hins vegar gleymdist að geta þess að Andri Sigþórsson gerði annað eins og gott betur fyrir KR árið 1997. Hann skoraði þá fimm mörk fyrir KR í 6:2 sigri á Skallagrími og í næsta deildaleik KR-inga, gegn Val, skoraði Andri þrennu í 6:1 sigri. Í millitíðinni lék hann tvo Evrópuleiki með KR. Liðu því 22 ár þar til leikmaður skoraði þrennu í tveimur leikjum í röð eða þar til Morten Beck Guldsmed gerði það fyrir FH.