Bresk kaldhæðni.

Bresk kaldhæðni. S-AV

Norður
108
G86
G10987643

Vestur Austur
ÁK954 D763
1052 K9743
G93 1075
Á3 D

Suður
G2
ÁD
ÁKD8642
K5

Suður spilar 7G dobluð.

„Ég, þú og kötturinn í næsta húsi hefðum öll lagt niður spaðaás,“ skrifar Brian Senior og stríðir Kit Woolsey fyrir andríkt útspil. Spilið er frá HM í Kína og hinn kaldhæðni Senior hæðist að bandarískum vinum sínum í mótsblaðinu. Í öldungadeildinni opnaði suður á sterku laufi og varð svo sagnhafi í 6 eftir tapaða baráttu við makker um tromplit. Horfandi á trompásinn reiknaði Woolsey ekki með slag á spaða og kom út með lúmskan laufþrist! Tólf slagir.

Ófarir Woolseys voru þó kökubiti í samanburði við hamfarir Martels og Fleishers í opna flokknum. Þar opnaði Martel á 2G, Fleisher sýndi láglit eða lágliti með 3 og stökk svo í 5 í næsta hring. Martel sagði 5 og Fleisher hrökklaðist í 6, sem Martel túlkaði sem ásasvar og keyrði í sjö. „Gott dæmi um fljúgandi mælsku beggja spilara, en á sitt hvoru tungumálinu,“ skrifar Senior og skemmtir sér konunglega.