79 Valdís Þóra Jónsdóttir var ekki á góðu skori í Frakklandi í gær.
79 Valdís Þóra Jónsdóttir var ekki á góðu skori í Frakklandi í gær. — Ljósmynd/LET
Það gekk á ýmsu hjá Skagakonunni Valdísi Þóru Jónsdóttur á fyrsta hringnum á opna Lacoste Ladies Open-mótinu í golfi í Frakklandi í gær en mótið er hluti af LET-Evrópumótaröðinni, þeirri sterkustu hjá atvinnukylfingum í Evrópu í kvennaflokki.

Það gekk á ýmsu hjá Skagakonunni Valdísi Þóru Jónsdóttur á fyrsta hringnum á opna Lacoste Ladies Open-mótinu í golfi í Frakklandi í gær en mótið er hluti af LET-Evrópumótaröðinni, þeirri sterkustu hjá atvinnukylfingum í Evrópu í kvennaflokki.

Valdís Þóra var í góðum málum eftir fyrri níu holurnar en hún var þá á einu höggi undir pari. Hún hóf seinni hlutann með því að fá par á 10. og 11. holu en fékk svo fjórfaldan skolla á 12. holunni og fékk svo síðar þrjá skramba í röð.

Valdís kom í hús á 79 höggum eða á átta höggum yfir pari og er í 96. sæti sæti af 108 keppendum. Valdís var fyrir mótið í 78. sæti á stigalista mótaraðarinnar en hennar besti árangur í ár er 5. sæti.