-10 Haraldur er kominn langt niður fyrir parið í Austurríki.
-10 Haraldur er kominn langt niður fyrir parið í Austurríki. — Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús lék afar vel á öðrum hringnum á 1. stigi úrtökumótanna fyrir Evrópumótaröðina í golfi í Austurríki í gær.

Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús lék afar vel á öðrum hringnum á 1. stigi úrtökumótanna fyrir Evrópumótaröðina í golfi í Austurríki í gær.

Haraldur Franklín lék hringinn á 66 höggum eða á sex höggum undir pari og hann er samanlagt 10 höggum undir pari eftir hringina tvo.

Haraldur fékk sjö fugla á hringnum í dag og aðeins einn skolla. Haraldur er í dauðafæri að komast áfram á næsta stig því hann er í 2.-5. sæti eftir 36 holur en 72 verða leiknar. sport@mbl.is