Um það að liggja vel við höggi segir í Merg málsins: „gefa færi á sér; vera varnarlítill; bjóða heim aðkasti“ og í Ísl. orðabók er sá maður varnarlítill og auðvelt að koma höggi á hann.
Um það að liggja vel við höggi segir í Merg málsins: „gefa færi á sér; vera varnarlítill; bjóða heim aðkasti“ og í Ísl. orðabók er sá maður varnarlítill og auðvelt að koma höggi á hann. Það hefur því skriplað á skötu hjá þeim sem kvað það „liggja vel við höggi að bæta þessu kaffihúsi við“ eignir sínar.