Teiknimyndin Lói – Þú flýgur aldrei einn verður sýnd við lifandi flutning Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands í Hamraborg í Hofi á sunnudag kl. 16.
Teiknimyndin Lói – Þú flýgur aldrei einn verður sýnd við lifandi flutning Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands í Hamraborg í Hofi á sunnudag kl. 16. Atli Örvarsson, höfundur tónlistarinnar, stýrir sjálfur sveitinni og sérstakur gestur er Högni Egilsson, en báðir ræða þeir við áhorfendur áður en myndin byrjar. Sýningin er hluti af dagskrá RIFF 2019.