Mælingar Vettvangsnám skilur mikið eftir sig í vitund ungra nemenda.
Mælingar Vettvangsnám skilur mikið eftir sig í vitund ungra nemenda. — Ljósmynd/Aðsend
„Nemendurnir hafa verið áhugasamir og sækjast eftir þekkingu um umhverfið sem þeir svo miðla áfram,“ segir Jón Stefánsson um áherslur sínar og kennslu.

„Nemendurnir hafa verið áhugasamir og sækjast eftir þekkingu um umhverfið sem þeir svo miðla áfram,“ segir Jón Stefánsson um áherslur sínar og kennslu. „Jú, auðvitað er mjög gaman að fara með skólastarfið svona út í náttúruna og kennarar eru áhugasamir, þótt oft hamli tímaskortur. Það þarf líka að kenna deilingu og lýsingarhátt þátíðar og forgangsraða í starfinu samkvæmt því. Margir nemenda á Hvolsvelli eru úr sveitunum í kring og eru því í nánari tengslum við náttúruna en margir jafnaldrar þeirra. Og smám saman öðlast þeir þá hugsun að úrgangur sé ekki til og allt megi endurnýta. Flugferðum eigi að halda í lágmarki og matarsóun sömuleiðis.“

Jón er nú í veikindaleyfi frá starfi sínu við Hvolsskóla. Heldur þó áfram tengslum og ætlar með nemendum hinn 8. október næstkomandi austur að Sólheimajökli í mælingaferð. Hvað hefur jökullinn gefið mikið eftir á einu ári? Spurningin er áhugaverð og spennandi verður að fá svarið, enda munu fjölmiðlamenn frá arabísku sjónvarpsstöðinni Al Jazeera að þessu sinni fylgjast með og aðrir frá Sky news voru hér í vikunni. Jöklarnir eru að hverfa og starfið í Hvolsskóla vekur athygli á heimsvísu!