Monika Abendroth
Monika Abendroth
Alþjóðlegur dagur friðar hefur verið haldinn hátíðlegur 21. september að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna frá 1981. Um helgina heldur Ráð evrópskra formæðra friðarþing á Íslandi og er von á 22 erlendum gestum frá 14 löndum. Á morgun kl.
Alþjóðlegur dagur friðar hefur verið haldinn hátíðlegur 21. september að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna frá 1981. Um helgina heldur Ráð evrópskra formæðra friðarþing á Íslandi og er von á 22 erlendum gestum frá 14 löndum. Á morgun kl. 11 verður opnuð sýning í Kjarnanum með listaverkum leikskólabarna þar sem þau túlka frið í leik og starfi. Klukkan 14 setur Þröstur Freyr Gylfason, fv. formaður Félags Sameinuðu þjóðanna, friðardaginn formlega í Þjóðminjasafni, fjórar formæður taka til máls og Páll Óskar og Monika Abendroth flytja tónlist. Á eftir verður farið í friðargöngu um Tjörnina.