Ráðstefna Um 80 fyrirlesarar tóku þátt í ráðstefnunni og gestir voru um 800.
Ráðstefna Um 80 fyrirlesarar tóku þátt í ráðstefnunni og gestir voru um 800. — Ljósmynd/BIG
„Við bindum vonir við að þessi ráðstefna verði til þess að viðhalda slagkrafti #metoo-hreyfingarinnar, bæði hér heima og alþjóðlega,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við lok alþjóðlegrar ráðstefnu um áhrif #metoo-bylgjunnar sem...

„Við bindum vonir við að þessi ráðstefna verði til þess að viðhalda slagkrafti #metoo-hreyfingarinnar, bæði hér heima og alþjóðlega,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við lok alþjóðlegrar ráðstefnu um áhrif #metoo-bylgjunnar sem lauk í Hörpu í gær.

Ráðstefnunni lauk með umfjöllun um Norðurlöndin og framtíð hreyfingarinnar. Tæplega 20 konur stigu á svið og deildu stuttum hugleiðingum um framhald #metoo. Í kjölfarið kom hljómsveitin Reykjavíkurdætur fram og ráðstefnunni var slitið formlega. Um áttatíu fyrirlesarar tóku þátt í ráðstefnunni og gestir voru alls tæplega 800 talsins. Þetta er ein viðamesta ráðstefna um áhrif #metoo sem haldin hefur verið, að því er segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.