Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) og Bílgreinasambandið hvetja til þess að tekið verði upp kerfi hér til þess að draga úr hættunni á að svindlað sé á kílómetrastöðu bíla.
Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) og Bílgreinasambandið hvetja til þess að tekið verði upp kerfi hér til þess að draga úr hættunni á að svindlað sé á kílómetrastöðu bíla. Ein hugmyndin er að koma upp miðlægri þjónustubók þar sem kílómetrastaðan verði færð inn við allar heimsóknir til verkstæða og í þjónustuskoðanir, auk hinnar opinberu öryggisskoðunar. Slík kerfi eru rekin í Hollandi og Belgíu og hafa að sögn reynst svo vel að önnur ríki Evrópu líta þangað við endurskoðun á reglum til að draga úr kílómetrasvindli. 6