Í dag er fæðingardagur Leonard Cohen, sem fæddist árið 1934 í Kanada. Cohen var margt til lista lagt en hann var söngvari, lagahöfundur, hljóðfæraleikari, málari, ljóðskáld og rithöfundur.
Í dag er fæðingardagur Leonard Cohen, sem fæddist árið 1934 í Kanada. Cohen var margt til lista lagt en hann var söngvari, lagahöfundur, hljóðfæraleikari, málari, ljóðskáld og rithöfundur. Fyrir störf sín hlaut hann inngöngu í hina bandarísku Frægðarhöll rokksins og kanadísku Frægðarhöll lagahöfunda. Hann hlaut einnig æðstu orðu sem borgari getur hlotið í Kanada. Cohen samdi m.a hið gríðarlega vinsæla lag „Hallelujah“ sem kom út á plötunni Various Positions árið 1984 en var gert ódauðlegt af Jeff Buckley. Cohen lést á heimili sínu 7. nóvember árið 2016, 82 ára að aldri.