Moldóvski baritónsöngvarinn Andrey Zhilikhovskíj og hljómsveitarstjórinn Bjarni Frímann Bjarnason koma saman á tónleikum í Norðurljósum í Hörpu í kvöld kl. 20. Munu þeir flytja úrval sönglaga eftir tónskáldin Sergei Rachmaninoff og Pjotr Tsjajkovskíj.
Zhilikhovskíj heimsækir nú Ísland í annað sinn en hann fer þessa dagana með hlutverk greifans í uppfærslu Íslensku óperunnar á Brúðkaupi Fígarós í Þjóðleikhúsinu. Hann fór með tiltilhlutverkið í uppfærslu Íslensku óperunnar á Évgení Onegin fyrir þremur árum eftir að hafa sungið það í Bolshoj-leikhúsinu í Moskvu.
Söngvarinn hefur á síðustu misserum sungið í stærstu óperuhúsum víða um Evrópu og heldur frá Íslandi á svið Metropolitan- óperunnar í New York þar sem hann mun syngja í fyrsta sinn í La Boheme .
Bjarni Frímann hljómsveitarstjóri er tónlistarstjóri Íslensku óperunnar auk þess að gegna stöðu aðstoðarhljómsveitarstjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands.