Tækni Ýmis tæki og hugbúnaður hafa ávallt vakið lukku á sjávarútvegssýningunni.
Tækni Ýmis tæki og hugbúnaður hafa ávallt vakið lukku á sjávarútvegssýningunni. — Morgunblaðið/Ómar
„Það eru rúmlega 120 sýnendur og við búmst við vel yfir 15.000 gestum og að þeim fjölgi milli sýninga því fyritækin fá ótakmarkaðan fjölda boðsmiða og eftirspurnin er mun meiri en þegar seinasta sýning var haldin,“ segir Ólafur M.

„Það eru rúmlega 120 sýnendur og við búmst við vel yfir 15.000 gestum og að þeim fjölgi milli sýninga því fyritækin fá ótakmarkaðan fjölda boðsmiða og eftirspurnin er mun meiri en þegar seinasta sýning var haldin,“ segir Ólafur M. Jóhannesson, framkvæmdastjóri sjávarútvegssýningarinnar 2019. Framkvæmdastjórinn segir jafnframt að sýningin hafi vaxið mikið og að það komi á „óvart hversu fjölþætt hún sé, sú þjónusta er íslenskur sjávarútvegur býr við“.

Hann segir gesti mega búast við afar fjölbreyttri flóru tækja og nýjunga í sjávarútvegi, „en þar stöndum við Íslendingar í allra fremstu röð í heiminum. Hér verða nýjungar fyrir skipastólinn, vinnslurnar og alls kyns hugbúnaðarnýjungar svo eitthvað sé talið“.

Ólafur kveðst finna fyrir miklum áhuga á sýningunni utan úr heimi og hefur fjöldi erlendra gesta boðað komu sína á sýninguna „enda telja þeir að hér sé helsti vaxtarsprotinn varðandi tækninýjungar“.

„Tilgangur sýningarinnar er að finna flöt fyrir bæði fagaðila og áhugafólk til að kynnast þróun og nýjungum í sjávarútvegi,“ útskýrir hann og segist sannfærður um að „þessi jákvæða þróun mun skipta miklu fyrir velferð íslensks samfélags“. gso@mbl.is