Átta sóttu um embætti dómara við Hæstarétt Íslands, en eitt embætti var laust til umsóknar samkvæmt auglýsingu sem birt var 6. september, en þeir Markús Sigurbjörnsson og Viðar Már Matthíasson munu láta af störfum 1. október. Fimm umsækjendanna eru dómarar við Landsrétt.
Umsækjendurnir eru þau Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Aðalsteinn E. Jónasson, dómari við Landsrétt, Ása Ólafsdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Davíð Þór Björgvinsson, dómari við Landsrétt, Guðni Á. Haraldsson lögmaður, Ingveldur Einarsdóttir, dómari við Landsrétt, Oddný Mjöll Arnardóttir, dómari við Landsrétt, og Sigurður Tómas Magnússon, dómari við Landsrétt.
Skipað verður í embættið hið fyrsta.