Bandaríkjaþing Nancy Pelosi er forseti fulltrúadeildarinnar.
Bandaríkjaþing Nancy Pelosi er forseti fulltrúadeildarinnar. — AP
Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeild bandaríska þingsins, tilkynnti í gær að demókratar í fulltrúadeildinni myndu hefja formlegt ákæruferli á hendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til embættismissis.

Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeild bandaríska þingsins, tilkynnti í gær að demókratar í fulltrúadeildinni myndu hefja formlegt ákæruferli á hendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til embættismissis. Tilefnið er að Trump er sagður hafa tafið greiðslu hernaðaraðstoðar til Úkraínu og hafa þrýst á Úkraínumenn að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda í forvali demókrata, og son hans.

Trump segist ætla að opinbera að fullu efni samtal sitt við Volodímír Selenskí, forseta Úkraínu. „Þið munuð sjá að þetta var vingjarnlegt og algjörlega viðeigandi samtal,“ tísti Trump síðdegis í gær.

Málið hefur valdið miklum usla vestanhafs, enda kom í ljós að Trump fyrirskipaði embættismönnum sínum að setja greiðslu nærri 400 milljóna dala hernaðaraðstoðar til Úkraínumanna á ís skömmu fyrir símtalið. Forsetinn hefur svo viðurkennt að hafa hvatt Selenskí til að rannsaka mál tengd Joe Biden og syni hans Hunter Biden, sem stýrði gasfyrirtæki í Úkraínu í forsetatíð Obama.

arnarth@mbl.is