Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Ohad Bashan, stjórnarformaður Algaennovation, Berglind R. Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri ON, Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, og Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, klipptu á borða við opnunina.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Ohad Bashan, stjórnarformaður Algaennovation, Berglind R. Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri ON, Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, og Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, klipptu á borða við opnunina.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Hátæknifyrirtækið Algaennovation opnaði í gær fyrsta áfanga nýrrar smáþörungaverksmiðju í Ölfusi. Er verksmiðjan fyrsta verkefnið í Jarðhitagarði ON á svæðinu.

Hátæknifyrirtækið Algaennovation opnaði í gær fyrsta áfanga nýrrar smáþörungaverksmiðju í Ölfusi. Er verksmiðjan fyrsta verkefnið í Jarðhitagarði ON á svæðinu. Fyrirtækið kaupir rafmagn, heitt vatn og kalt, auk koltvísýrings, beint frá jarðvarmavirkjun ON á Hellisheiði.

Í verksmiðjunni eru ræktaðir smáþörungar með mjög skilvirkum hætti en markmið Algaennovation er að breyta orku í fæðu. Starfsemin er kolefnisneikvæð, þ.e. umbreytir meiri koltvísýringi í súrefni en fylgir starfseminni. Fyrsta framleiðsla fyrirtækisins er fóður fyrir eldisseiði, náttúruleg litaefni fyrir matvælaframleiðslu og fæðubótarefni.

Fyrirtækið er í eigu íslenskra og ísraelskra fjárfesta.