* Óli Stefán Flóventsson verður áfram þjálfari karlaliðs KA í knattspyrnu næsta sumar. Sævar Pétursson , framkvæmdastjóri KA, staðfesti það í samtali við mbl.is í gær.
*FH verður án Péturs Viðarssonar og Brynjars Ásgeirs Guðmundssonar er liðið mætir Grindavík í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar í fótbolta á laugardag vegna leikbanna. FH tryggir Evrópusæti með sigri.
* Orri Steinn Óskarsson , 15 ára knattspyrnumaður úr Gróttu, gengur til liðs við danska stórliðið FC Köbenhavn á næsta ári en fotbolti.net skýrði frá því að samningar hefðu verið undirritaðir fyrr í þessum mánuði. Orri skoraði fyrsta mark Gróttu í 4:0 sigrinum á Haukum á laugardag þegar liðið tryggði sér úrvalsdeildarsæti og hann gerði sín fyrstu mörk fyrir liðið aðeins 13 ára gamall í 2. deildinni sumarið 2018.
* Marcus Rashford , sóknarmaður enska knattspyrnufélagsins Manchester United verður frá í einhvern tíma þar sem hann er tognaður aftan í læri. Óvíst er hvenær Rashford verður klár í slaginn á ný, en þeir Mason Greenwood og Anthony Martial eru einnig að glíma við meiðsli.