Marta Guðjónsdóttir
Marta Guðjónsdóttir
Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, skrifaði grein hér í blaðið og færði rök fyrir því að ófremdarástandið í umferðarmálum í borginni væri ekki eitthvað sem gerst hefði fyrir mistök heldur afleiðing skipulegra aðgerða meirihlutans.

Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, skrifaði grein hér í blaðið og færði rök fyrir því að ófremdarástandið í umferðarmálum í borginni væri ekki eitthvað sem gerst hefði fyrir mistök heldur afleiðing skipulegra aðgerða meirihlutans.

Marta nefndi sem dæmi tíu ára samgöngusamning sem borgin gerði við ríkið árið 2012 þar sem borgin afsalaði sér einum milljarði á ári í stofnbrautaframkvæmdir og olli algeru framkvæmdastoppi. Í staðinn hafi fénu verið dælt í strætó án þess að það hafi haft nokkur áhrif á notkun þess samgöngumáta.

Hún nefndi einnig að meirihlutinn hefði alltaf verið andvígur Sundabraut „sem þó hefur verið talin ein allra arðbærasta vegaframkvæmd sem ráðist yrði í hér á landi og myndi létta mjög á umferðarþunga um Ártúnsbrekku, Höfðabakka og Gullinbrú.“

Þá nefndi Marta að tillögu sjálfstæðismanna um sveigjanlegan starfstíma stofnana og skóla til að draga úr álagstoppum hefði verið hafnað og að meirihlutinn hefði einnig fellt tillögu um snjallvæðingu umferðarljósastýringar, sem talið væri að gæti skilað mikilli styttingu biðtíma og miklum fjárhagslegum ábata.

Við þetta bættist að nú ætti að bjóða upp á svokallaða borgarlínu, sem enginn vissi hvað merkti, og ætti ekki að koma til fullra framkvæmda fyrr en árið 2040. Að auki teldi ráðgjafarfyrirtækið sem vann að henni að hún mundi ekki leysa umferðarvandann.