Lögregluaðgerð Naglamotta var breidd á veginn til að stoppa bílinn.
Lögregluaðgerð Naglamotta var breidd á veginn til að stoppa bílinn. — Ljósmynd/Aðsend
Guðni Einarsson Jón Pétur Jónsson Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær karlmann sem lögreglumenn höfðu veitt eftirför á Vesturlandsvegi.

Guðni Einarsson

Jón Pétur Jónsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær karlmann sem lögreglumenn höfðu veitt eftirför á Vesturlandsvegi. Lögreglan á Vesturlandi veitti bifreið mannsins fyrst athygli þar sem hann sást aka á miklum hraða við Hvalfjarðargöng og í átt til Reykjavíkur.

Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi brugðist við beiðni lögreglunnar á Vesturlandi um aðstoð rétt fyrir hádegið í gær. Að sögn lögreglu virti ökumaðurinn ekki ítrekuð stöðvunarmerki lögreglu og var hann talinn valda mikilli hættu, enda var bifreiðin mæld á rúmlega 200 km/klst hraða þegar mest var.

Loksins tókst að stöðva bifreiðina í Mosfellsbæ en þar var lögð naglamotta í veg fyrir hana. Þar veittist ökumaðurinn að lögreglumönnum og var hann handtekinn.

Málið er í rannsókn og ekki hægt að veita frekari upplýsingar um það að svo stöddu, að því er lögreglan greindi frá í gær.