Hugleikur Dagsson
Hugleikur Dagsson
Hugleikur Dagsson, teiknari og grínisti, fór í ferðalag um Evrópu í vor með uppistand sitt Son of the Day og eftir að hafa komið fram í 18 borgum endaði hann í Helsinki.
Hugleikur Dagsson, teiknari og grínisti, fór í ferðalag um Evrópu í vor með uppistand sitt Son of the Day og eftir að hafa komið fram í 18 borgum endaði hann í Helsinki. Uppistandið þar í borg var kvikmyndað af Árna Sveinssyni og í kvöld verður afraksturinn frumsýndur í Bíó Paradís. Veislan hefst kl. 19 með léttum veitingum og sýningin hefst kl. 20. Segir Hugleikur í tilkynningu að þetta sé fyrsta og eina íslenska „uppistands-specialið“ sem hafi verið myndað á erlendri grundu. Son of the Day mun koma út á hinum ýmsu streymisveitum og á iTunes í næsta mánuði.