Prófessor Muller.

Prófessor Muller. V-Allir

Norður
K106
K5
1072
KD864

Vestur Austur
82 D97
G43 D109872
ÁK984 D3
G102 Á3

Suður
ÁG543
Á6
G65
975

Suður spilar 3.

Hollendingurinn skarpleiti, Bauke Muller, á það til að detta í djúpan trans við spilaborðið. Hann er þá að hugsa. Samlandar Mullers kalla hann „prófessorinn“ í virðingarskyni enda vita þeir af reynslu að Muller kemst oftast að réttri niðurstöðu.

Prófessor Muller og Svíinn Fredrik Nyström spiluðu báðir 3 í innbyrðis viðureign þjóðanna á HM. Sagnir voru keimlíkar: Vestur passaði, norður opnaði og austur kom inn á hjartasögn. Suður sýndi spaðann, vestur tók sterkt undir hjartað og baráttunni lauk svo í 3. Tígulásinn út og hjarta í öðrum slag.

Báðir sagnhafar hittu í spaðann, tóku á kóng og svínuðu fyrir drottninguna í austur. Nyström spilaði svo laufi á kóng og fór einn niður: gaf tvo á lauf og þrjá á tígul. Muller hugsaði sig lengi um og djúpsvínaði síðan fyrir G10x. Yfirslagur.

En af hverju? Nú, vestur passaði í byrjun.