Nýskipað myndlistarráð hefur úthlutað 21,6 milljónum króna í styrki úr Myndlistarsjóði í síðari úthlutun sjóðsins á árinu. 142 umsóknir bárust og hlutu 45 verkefni styrki að heildarupphæð 14,7 millj. kr.
Nýskipað myndlistarráð hefur úthlutað 21,6 milljónum króna í styrki úr Myndlistarsjóði í síðari úthlutun sjóðsins á árinu. 142 umsóknir bárust og hlutu 45 verkefni styrki að heildarupphæð 14,7 millj. kr. Fara þar af 28 styrkir til minni sýningarverkefna og 17 til stærri. Stærsta styrkinn í flokki sýninga, eina milljón króna, hlýtur myndlistarmaðurinn Erling T.V. Klingenberg vegna fyrirhugaðrar sýningar hans í Kling & Bang og Nýlistasafninu. Kling & Bang hlýtur einnig styrk vegna sýningaraðar fjögurra einkasýninga ungra listamanna að upphæð 900 þúsund kr. sem og listahátíðirnar
Seqeunces IX
og
Ferskir vindar
í Suðurnesjabæ sem hljóta hvor um sig 800 þúsund kr. að því er segir í tilkynningu. Frekari upplýsingar eru á myndlistarsjodur.is.