[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
*Landsleikjatörnin á dögunum sat ekki í Andreu Jacobsen þegar hún mætti aftur til leiks hjá félagsliði sínu, Kristianstad, í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Andrea skoraði 8 mörk þegar Kristianstad vann Skånela 30:23 á útivelli.

*Landsleikjatörnin á dögunum sat ekki í Andreu Jacobsen þegar hún mætti aftur til leiks hjá félagsliði sínu, Kristianstad, í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Andrea skoraði 8 mörk þegar Kristianstad vann Skånela 30:23 á útivelli.

*Þrír Íslendingar eru í liði 11. umferðar í rússnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem fram fór um nýliðna helgi hjá rússneska netmiðlinum news.ru.

Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson sem leika með CSKA Moskva eru í liði umferðarinnar en þeir skoruðu hvor sitt markið í 3:0 sigri liðsins á útivelli gegn Ural. Þá er Jón Guðni Fjóluson einnig í liði umferðarinnar en hann lék allan tímann í hjarta varnarinnar hjá Krasnodar sem vann 2:0 sigur á móti Arsenal Tula.

* Helgi Sigurðsson , fráfarandi þjálfari Fylkis, mun stýra ÍBV í næstefstu deild karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu næsta sumar. Helgi skrifaði í gær undir þriggja ára samning við ÍBV. Ian Jeffs og Andri Ólafsson stýrðu liðinu út tímabilið en Pedro Hipólito hóf leiktíðina sem þjálfari ÍBV. Hann var látinn fara í lok júní en ÍBV féll úr úrvalsdeildinni í sumar. Helgi var áður aðstoðarþjálfari hjá Víkingi.