Rasmus Dahlberg
Rasmus Dahlberg
Varðberg stendur fyrir hádegisverðarfundi á morgun þar sem dr. Rasmus Dahlberg, sérfræðingur við Háskóla danska hersins (Forsvarsakademiet), lýsir stefnu danskra stjórnvalda á norðurslóðum og Norður-Atlantshafi.

Varðberg stendur fyrir hádegisverðarfundi á morgun þar sem dr. Rasmus Dahlberg, sérfræðingur við Háskóla danska hersins (Forsvarsakademiet), lýsir stefnu danskra stjórnvalda á norðurslóðum og Norður-Atlantshafi. Fjallar hann um málefni sem snertir öryggi Grænlands og Íslands sérstaklega en einnig NATO-þjóðanna í heild.

Fundurinn verður í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins og stendur frá kl. 12-13. Erindið er flutt á ensku.

Rasmus Dahlberg er rithöfundur og sagnfræðingur sem hefur sérhæft sig í rannsóknum á stórslysum eins og þegar danska skipið Hans Hedtoft fórst með 95 manns í jómfrúarferð sinni undan suðvesturströnd Grænlands 30. janúar 1959. Ekkert fannst af skipinu nema einn björgunarhringur við Ísland níu mánuðum seinna.

Hann stundar nú rannsóknar- og fræðistörf við Forsvarsakademiet í Kaupmannahöfn. Þá hefur hann starfað með Landhelgisgæslu Íslands, að því er segir í tilkynningu Varðbergs um fundinn.