Umsjónarmaður Skákhornsins tók þátt í þremur alþjóðlegum skákmótum á grísku eynni Krít á tímabilinu 26. ágúst til 19. september.
Umsjónarmaður Skákhornsins tók þátt í þremur alþjóðlegum skákmótum á grísku eynni Krít á tímabilinu 26. ágúst til 19. september. Þessi skákiðkun hafði í för með sér að umsjónarmaðurinn kynntist mörgum skákmönnum og einn þeirra var Englendingurinn
Charles H. Storey (2.282)
en á meðan lokuðu skákmóti stóð, dagana 11.-19. september sl., urðum við Charles góðir félagar. Það breytti því ekki að í áttundu umferð, þegar við mættumst, vildi
umsjónarmaðurinn (2.410)
, með hvítu, tefla til sigurs. Staðan kom upp í skákinni og hér nýtti hvítur sér óvenjulegan taktískan möguleika:
35. Bb7!
svartur getur nú ekki komið í veg fyrir liðstap. Framhaldið varð eftirfarandi:
35 ... Bd4 36. Hxd4 Dxd4 37. Dxc7 Kg7 38. a5 d5 39. Db6 De4+ 40. Kg1 Hxa5 41. Db2+ d4
og svartur gafst upp um leið enda drottningin að falla.