Skip Hér sést USS Farragut sem er tundurspillir. Skipið er statt hérlendis.
Skip Hér sést USS Farragut sem er tundurspillir. Skipið er statt hérlendis. — AFP
Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Um þrjátíu manna hópur frá öðrum flota bandaríska sjóhersins er nú með tímabundna aðstöðu á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Er hópurinn þar að æfa uppsetningu og rekstur hreyfanlegrar stjórnstöðvar.

Ragnhildur Þrastardóttir

ragnhildur@mbl.is

Um þrjátíu manna hópur frá öðrum flota bandaríska sjóhersins er nú með tímabundna aðstöðu á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.

Er hópurinn þar að æfa uppsetningu og rekstur hreyfanlegrar stjórnstöðvar.

Hópurinn kom til landsins í byrjun september og fer frá Íslandi í októbermánuði, að því er fram kemur í upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu.

„Stjórnstöðin hefur átt í samskiptum við skip bandaríska sjóhersins sem eru á Norður-Atlantshafi við venjubundin störf. Allur kostnaður af dvöl bandaríska sjóhersins er greiddur af bandaríska ríkinu.“

Kjörið tækifæri fyrir flotann

„Ísland er mikilvægt bandaríki og staðsetning landsins í Norður-Atlantshafi er þýðingarmikil. Hún veitir okkur kjörið tækifæri til að prófa samskiptastöð okkar í fyrsta sinn,“ er haft eftir aðmírálnum Andrew Lewis, yfirmanni flotans, á vef Sjóhers Bandaríkjanna.

Í frétt á vef Arctic Today segir að með þessu sé bandaríski herinn að styrkja stöðu sína á norðurslóðum.

Þar kemur einnig fram að hér séu stödd fjögur skip á vegum flotans, þar á meðal beitiskipið USS Normandy og tundurspillirinn USS Farragut.

„Þessi heræfing gæti verið enn frekar til marks um að Bandaríkin ætli sér að spila virkara hlutverk á norðurslóðum,“ segir í fréttinni.

Flotinn á sér ekkert varanlegt aðsetur í Evrópu.