Bólusetning gegn árlegri inflúensu er hafin hér á landi. Í ár eins og fyrri ár verður notað bóluefnið Influvac sem inniheldur vörn gegn inflúensu A(H1N1), A(H3N2) og inflúensu B. Bólusetningin er í höndum heilsugæslunnar.

Bólusetning gegn árlegri inflúensu er hafin hér á landi. Í ár eins og fyrri ár verður notað bóluefnið Influvac sem inniheldur vörn gegn inflúensu A(H1N1), A(H3N2) og inflúensu B. Bólusetningin er í höndum heilsugæslunnar.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir bólusetningu sem þessa alltaf vera ákveðið veðmál, en þegar inflúensa byrjar að ganga koma stofnar hennar í ljós. „Þá sést hversu vel bóluefnið virkar,“ segir hann en mælt er með að fólk láti bólusetja sig.