Á toppnum í Bandaríkjunum hinn 2. október árið 1983 sat rokkgyðjan Bonnie Tyler með lagið „Total Eclipse Of The Heart“.
Á toppnum í Bandaríkjunum hinn 2. október árið 1983 sat rokkgyðjan Bonnie Tyler með lagið „Total Eclipse Of The Heart“. Lagið var samið og útsett af Jim Steinman og kom út á fimmtu hljóðversplötu Tyler, Faster Than The Speed of Night, sama ár. Það varð stærsti smellur söngkonunnar á ferlinum, sat í fjórar vikur í toppsætinu í Bandaríkjunum og komst einnig á toppinn í öðrum löndum, meðal annars Bretlandi. Þar í landi var lagið það fimmta mest selda á árinu 1983. Á heimsvísu seldist „Total Eclipse Of The Heart“ í rúmlega sex milljónum eintaka.